Sea background
Krabbadýr

Krabbadýr (crustacea) eru í fylkingu liðdýra (arthropoda), ásamt skordýrum (insecta) og áttfætlum (chelicerata). Eins og skordýr eru algeng á þurru landi þá finnast þau ekki undir yfirborði sjávar, ekki ein einasta tegund. Örfáar tegundir áttfætlna finnast þar, t.d. sæköngulærnar.

Krabbadýrin eru hinsvegar fjölbreyttasti lífveruhópurinn í hafinu og má segja að þau sinni hlutverki skordýranna þar. Í uppsjónum er líklega meira af krabbaflóm en af öllum öðrum dýrategundum samanlagt. Þær eru því afar mikilvægur hlekkur á milli svifþörunganna, sem þær éta, og stærri dýra sem éta þær. Nokkrir aðrir hópar eru einnig algengir í svifinu svo sem ljósátan sem er stærri en krabbaflærnar og glærátan sem er minni.

Krabbadýrin sem lifa við botninn eru af ýmsum stærðum. Marflær og jafnfætlur eru á stærð við skordýr og eru líkt og skordýr á landi mikilvæg sem jurta- og grotætur í hafinu. Hrúðurkarlarnir lifa einnig við botninn og eru einu krabbadýrin sem eru botnföst.

Rækjur eru yfirleitt nokkuð stærri en fyrrgreindir hópar og finnast nokkrar tegundir þeirra við Ísland. Sú eina sem er nógu fjölliðuð og stór til að vera veidd er stóri kampalampinn (Pandalus borealis), yfirleitt bara kölluð rækja í daglegu tali.

Stærstu krabbadýrin eru humrar og hinir eiginlegu krabbar. Nokkrar tegundir krabba finnast hér við land, en fáar í Eyjafirði. Einungis ein humartegund finnst við Ísland, leturhumarinn (Nephrops norvegicus). Talvert er veitt af honum, enda verðmætur. Hann vill hins vegar hafa tiltölulega hlýtt í kringum sig og finnst því ekki við Norðurland.

HV

krabbar2 2 20111115 1350099874 Krabbafló (mynd SHA) Krabbafló (mynd SHA)

krabbadyr 3 20111115 1060663479 Þanglús (Mynd: Erlendur Bogason) Þanglús (Mynd: Erlendur Bogason)

krabbar2 4 20111115 1650955204 Litli kampalampi (mynd Erlendur Bogason) Litli kampalampi (mynd Erlendur Bogason)

 

 

 

 


Sjávarútvegsmiðstöðin | Háskólinn á Akureyri | Borgum v./Norðurslóð | IS 600 Akureyri | Sími: +354 460 8900 | fax +354 460 8919 | Tölvupóstur: hreidar(hjá)unak.is

Hönnun / Forritun / Hýsing - ArcticPortal