Sea background
Hverastrýturnar

Hverastrýturnar í Eyjafirði eru sérstakt náttúrufyrirbrigði því að hvergi annars staðar í heiminum er vitað um strýtumyndanir af þessu tagi á grunnslóð.

Þær eru taldar einstakar vegna myndunar þeirra, óvenju mikillar hæðar, efnasamsetningar, útlits og lögunar ásamt örveruvistkerfi sem þar þrífst við óvenjulegar aðstæður. Þær eru því einstakar á heimsvísu sem einu neðansjávarhverastrýturnar sem fundist hafa á grunnsævi. Það gerir það einnig að verkum að þær eru aðgengilegar til skoðunar og rannsókna; rannsókna sem annars væru afar kostnaðarsamar og illframkvæmanlegar.

Hverastrýturnar eru einnig mjög áhugaverðar með tilliti til leitar að lífvirkum efnum, þar sem rökrétt er að álykta að við óvenjulegar aðstæður myndi lífverur efni með sérhæfða virkni. Komið hefur í ljós að framleiðsla lífvirkra efna er mjög háð umhverfinu og því áreiti sem lífveran verður fyrir á hverjum stað og tíma.

Það er ekki nóg með að hverastrýturnar séu eintakar, heldur myndast þær á tveimur svæðum í Firðinum. Hæstu strýturnar eru um það bil mitt á milli Ystuvíkur og Hjalteyrar en norðan Arnarnesnafa er annað mun stærra svæði.

HV

hverastrytur Staðsetning strýtnanna. Staðsetning strýtnanna.

 

 


Sjávarútvegsmiðstöðin | Háskólinn á Akureyri | Borgum v./Norðurslóð | IS 600 Akureyri | Sími: +354 460 8900 | fax +354 460 8919 | Tölvupóstur: hreidar(hjá)unak.is

Hönnun / Forritun / Hýsing - ArcticPortal