Sea background
Kambhveljur og pílormar

Kambhveljur og pílormar eru alls óskyldir hópar, en eiga það sameiginlegt umfram aðra hópa að vera fremur stór og áberandi svifdýr og að vera skæð rándýr. Þessi dýr er að finna allt í kringum landið, þar með talið í Eyjafirði.

Pílormar (chaetognatha) eru glærir, mjóir og rennilegir ormar með vísi að uggum og sporði. Á framhluta þeirra eru nokkrir beittir gaddar sem notaðir eru til að grípa bráðina. Þeir eru grimmir afræningjar annarra svifdýra og er meðal annars talið að þeir éti allmikið af eggjum og lirfum ýmissa fisktegunda.

Kambhveljurnar (ctenophora) líkjast marglyttum en eru fjarskyldar þeim og minni. Íslensku tegundirnar líta flestar út eins og tunnur eða kúlur með átta bifháraröðum eftir endilöngum líkamanum. Þessi bifhár sveiflast í takt og eru þau notuð til sunds. Kambhveljurnar eru, líkt og pílormarnir, skæð rándýr á öðru svifi. Flestar nota þær tvær langar og mjóar svipur til að grípa bráð sína sem oftast eru krabbaflær, en einnig eru þær grunaðar um að éta fisklirfur.

HV

kambhvelja-1-erlendur bogason Kambhvelja (mynd Erlendur Bogason) Kambhvelja (mynd Erlendur Bogason)

 


Sjávarútvegsmiðstöðin | Háskólinn á Akureyri | Borgum v./Norðurslóð | IS 600 Akureyri | Sími: +354 460 8900 | fax +354 460 8919 | Tölvupóstur: hreidar(hjá)unak.is

Hönnun / Forritun / Hýsing - ArcticPortal