Sea background
Svampanytjar

Baðsvampar voru áður fyrr búnir til úr hlýsjávarsvömpum en plastið hefur nú leyst þá að mestu af hólmi. Ekki er vitað að aðrar nytjar hafi verið á svömpum hér áður fyrr. Varast skal þó að nota íslenska svampa í sturtunni því flestir þeirra eru alsettir örlitlum nálum. Þessar nálar stingast í húðina og geta valdið verulegum óþægindum.

Áhugi á svömpum hefur þó verið að aukast á síðust árum af tveimur ástæðum. Önnur er sú að svampabreiður á landgrunninu (oft myndaðar af tegund sem er kölluð ostur meðal sjómanna) auka verulega við fjölbreytni hans og skapa því umhverfi fyrir aðrar lífverur. Þeir veita t.d. smáfiskum og seiðum mikilvægt skjól. Þessum svampabreiðum hefur líklega verið eytt á stórum svæðum af togskipum og er því ástæða til þess að vernda þau svæði sem enn eru til.

Hin ástæðan er sú að svampar framleiða ýmis efni sem vakið hafa áhuga líftæknifyrirtækja. Lífverur sem ekki geta hreyft sig úr stað þurfa að koma sér upp einhverjum vörnum gegn afráni. Nálarnar gera sitt gagn en duga ekki einar sér, því framleiða margir svampar ýmis eiturefni sér til varnar. Sjómenn sem fengið hafa mikið af osti (það er svampur) í trollið kannast við sterka lyktina sem kemur af honum. Það eru þessi efni sem hugsanlega gætu nýst til lækninga eða efnaiðnaðar.

HV

svampur-4-erlendur-bogason Svampur (mynd Erlendur Bogason) Svampur (mynd Erlendur Bogason)

svampur-5-erlendur-bogason Svampur (mynd Erlendur Bogason) Svampur (mynd Erlendur Bogason)

 


Sjávarútvegsmiðstöðin | Háskólinn á Akureyri | Borgum v./Norðurslóð | IS 600 Akureyri | Sími: +354 460 8900 | fax +354 460 8919 | Tölvupóstur: hreidar(hjá)unak.is

Hönnun / Forritun / Hýsing - ArcticPortal