Sea background
Sniglar

Sniglar finnast út um allan sjó (og reyndar einnig á landi) og ólíkt samlokunum kunna þeir betur við sig þar sem undirlag er hart.

Klettadoppan (Littorina saxatilis) er sennilega algengasta tegundin á fjörum í Eyjafirði. Hún er fremur lítil en kemur sér fyrir nánast alls staðar þar sem fast undirlag er. Aðrar tegundir sem finnast í fjöru eru þarastrútur (Lacuna divarciata), þangdoppa (Littorina obtusata), baugsnotra (Onoba aculeus) og nákuðungur (Nucella lapillus), yfirleitt þó neðar en klettadoppan. Á meira dýpi finnast margar aðrar tegundir, þeirra á meðal stórar tegundir eins og kóngarnir. 

Beitukóngurinn (Buccinium undatum) er eina sniglategundin sem nýtt er hér við land og hafa nokkur hundruð tonn verið veidd árlega í Breiðafirði frá 1996. Hafkóngurinn (Buccinium undatum), sem er líklega algengari í Eyjafirði og svipaður beitukóngi að stærð og lögun, hann er hinsvegar eitraður. Báðir eru þessi sniglar hræætur og báðar tegundir finnast stundum reknar á fjörur.
Til viðbótar þessum hafa fundist um 50 tegundir hefðbundinna snigla í Eyjafirði þannig að tegundirnar eru margar.

Aðrar sniglategundir eru svo ekkert sérlega sniglalegar. Olnbogaskel (Acmea testudinalis) og meyjarhetta (Acmea virginea) eru ólíkar öðrum sniglum að því leyti að skelin er hettulaga en ekki snúin. Báðar eru þessar tegundir eru algengar í Eyjafirði, sérstaklega olnbogaskelin. Þar ná þær í fæðu með því að skrapa upp þörungaskán.

Einnig eru til sæsniglategundir sem eru án skeljar og kallast þeir bertálknar. Í svifinu finnast einnig sniglar, þó það virki kannski ekki eðlilegt við fyrstu sýn. Þeir nefnast vængsniglar vegna þess að þeir eru með nokkurskonar vængi til að fljúga með neðansjávar

Á heimsvísu er verðmætustu sniglategundirnar líklega sæeyrun (e. abalones). Þau finnst í fjöru og á grunnsævi í tempraða beltinu þar sem þau skafa þörunga af steinum til að ná í fæðu. Sæeyrað finnst hinsvegar ekki villt við Ísland, hvað þá í Eyjafirði. Við nefnum það hinsvegar hér vegna þess að reynt var að rækta sæeyru á Hauganesi í nokkur ár.

Meiri upplýsingar

Arctic ocean diversity - Gastropods

HÞV

sniglara 1 20111116 1658149046 Beitukóngur við hreiður sitt (mynd: Erlendur Bogason) Beitukóngur við hreiður sitt (mynd: Erlendur Bogason)

sniglara 2 20111116 1249363307 Hafkóngur við hreiður sitt (mynd: Erlendur Bogason) Hafkóngur við hreiður sitt (mynd: Erlendur Bogason)

sniglar 1 20111115 1160283321 Nákuðungar (mynd: Erlendur Bogason) Nákuðungar (mynd: Erlendur Bogason)

sniglar 2 20111115 1212687433 Olnbogaskel (mynd: Erlendur Bogason) Olnbogaskel (mynd: Erlendur Bogason)

 


Sjávarútvegsmiðstöðin | Háskólinn á Akureyri | Borgum v./Norðurslóð | IS 600 Akureyri | Sími: +354 460 8900 | fax +354 460 8919 | Tölvupóstur: hreidar(hjá)unak.is

Hönnun / Forritun / Hýsing - ArcticPortal