Sea background
Bertálknar

Bertálknar (nudibranchiata) eru yfirleitt skellausir þó sniglar séu og eiga það sameiginlegt að vera rándýr og éta þá ýmiskonar botnlæg smádýr svo sem mosadýr, hveldýr aða svampa. Þeir bera nafns sitt af því að tálknin eru að utanverðu og mynda nokkurskonar krans á bakinu.

Sumir kynnu að spyrja sig hvernig þeir verjast óvinum sínum þar sem þeir eru oft áberandi og ekki með neina skel til varnar. Svarið við því er að þeir verjast óvinum með vondu bragði eða eitri og eru þeir gjarnan litskrúðugir til að minna á það. Eitrið framleiða þeir ekki allt sjálfir. Sumar tegundir geta endurnýtt eiturnálasekki úr holdýrunum sem þeir éta, sekkjunum koma þeir fyrir á öngunum og totunum ábaki sér.

Bertálknar eru afar skrautlegir eins og myndirnar hér við hlíðina sýna. Hinsvegar hafa þeir nánast ekkert verið rannsakaðir hér við land og er því ekki mikið vitað um þá í Eyjafirði. Tegundirnar eru þó margar eins og myndirnar hér við hliðina sýna og þeir setja óneitanlega skemmtilegan svip á botndýralífið.

 

HÞV

 

lindyr 1 20111115 2066386521 Bertálknategund (mynd: Erlendur Bogason) Bertálknategund (mynd: Erlendur Bogason)

lindyr 3 20111115 1467913909 Bertálknategund (mynd: Erlendur Bogason) Bertálknategund (mynd: Erlendur Bogason)

lindyr 4 20111115 1222326386 Bertálknategund (mynd: Erlendur Bogason) Bertálknategund (mynd: Erlendur Bogason)

sniglar 4 20111115 1883257523 Bertálknategund (mynd: Erlendur Bogason) Bertálknategund (mynd: Erlendur Bogason)

lindyr 6 20111115 1215465818 Bertálknategund (mynd: Erlendur Bogason) Bertálknategund (mynd: Erlendur Bogason)

 


Sjávarútvegsmiðstöðin | Háskólinn á Akureyri | Borgum v./Norðurslóð | IS 600 Akureyri | Sími: +354 460 8900 | fax +354 460 8919 | Tölvupóstur: hreidar(hjá)unak.is

Hönnun / Forritun / Hýsing - ArcticPortal