Sea background
Frítt lifandi ormar

Frítt lifandi ormar kallast svo vegna þess að þeir eru yfirleitt ekki með fasta búsetu svo sem göng eða rör. Þeir grafa sig stundum ofan í botninn en skríða líka oft um á yfirborðinu. Þeir eru gjarnan nokkuð skrautlegir, með stórar fóttotur og áberandi bursta.

Af stærri tegundum má helsta nefna skerana. Leiruskerinn (Hediste diversicolor) þolir ísalt vatn allvel og er því algengur á leirum við árósa eyfirskra áa. Hann grefur sig oft í setið, en þvælist líka oft um á yfirborðinu í leit að fæðu. Frændi hans, fjöruskerinn (Nereis pelagica), er einnig algengur einkum neðarlega í grjótfjörum. Hann er nokkuð stærri en leiruskerinn en er ekki jafn algengur og þolir illa ísalt vatn.

Stærsta skerategundin er risaskerinn (Nereis virens) sem getur orðið allt að 90 cm langur og nálgast það að vera flokkaður sem skrímsli. Hann hefur nýlega fundist í Eyjafirði. Á leirbotni neðan fjörumarka er einnig að finna stórar tegundir af ættkvíslinni Nepthys. Þeim svipar til skera að útliti.

Hreisturbakar (polyonidae) grafa sig ekki niður eins og flestir aðrir ormar heldur sniglast um botninn í leit að smærri dýrum sér til matar. Eins og nafnið gefur til kynna eru hreisturskildir eftir endilöngu bakinu og eru þeir til að verjast óvinum.

HV

nepthys-1-sha Stór burstaormur af ættkvíslinni Nephthys, um 10 cm langur (mynd SHA) Stór burstaormur af ættkvíslinni Nephthys, um 10 cm langur (mynd SHA)

burstaormur-1-sha Lítill ógreindur burstaormur (mynd SHA) Lítill ógreindur burstaormur (mynd SHA)

 


Sjávarútvegsmiðstöðin | Háskólinn á Akureyri | Borgum v./Norðurslóð | IS 600 Akureyri | Sími: +354 460 8900 | fax +354 460 8919 | Tölvupóstur: hreidar(hjá)unak.is

Hönnun / Forritun / Hýsing - ArcticPortal