Sea background
Diskar
There are no translations available.

Hörpudiskur (Chlamys islandica) var mikilvægasta nytjalindýrið á Íslandi. Hann finnst allt í kringum landið nema við suðurströndina. Mest er af honum á 10 til 100 m dýpi og getur hann synt um sem er mjög sjaldgæft meðal samloka. Hann síar fæðu (lífrænar agnir og plöntusvif) úr sjónum. Árlegur hörpudiskafli hér við land hefur verið um tíu þúsund tonn síðastliðin 20 ár, en veiðar voru bannaðar árið 2004 eftir að stofninn hrundi vegna sýkingar á meginveiðislóðum í Breiðafirði. Veiðar hafa einnig verið stundaðar tímabundið á öðrum svæðum, Eitthvað er af hörpudiski í Eyjafirði en varla í nýtanlegu magni.

Nokkrar aðrar tegundir diska finnast hér við land en einungis hörpudiskur er nýttur.

sniglara 3 20111116 1033107942 Hörpudiskur (mynd: Erlendur Bogason) Hörpudiskur (mynd: Erlendur Bogason)

 


The Fisheries Science Center | University of Akureyri | Borgum v./Norðurslóð | IS 600 Akureyri | Tel: +354 460 8900 | fax +354 460 8919 | E-mail: hreidar(hjá)unak.is

Design / Programing / Hosting - ArcticPortal