Sea background
Kúfskel

Kúfskel (Arctica islandica, e. Ocean quahog) er mikilvæg nytjategund og er til dæmis allmikið veitt af henni við austurströnd Norður-Ameríku þar sem hún er síðan notuð til að búa til „clam chowder“ súpu.

Smábátasjómenn hér við land hafa lengi vel veitt hana til beitu en stutt er síðan veiðar á henni hófust hér við land til manneldis. Veiðar hófust fyrst árið 1995 en hafa verið mjög sveiflukenndar. Mestar hafa þær orðið tæp 10.000 tonn.

Eina kúfskelvinnsla Íslands var á Þórshöfn á Langanesi en skelin sjálf er veidd allt í kringum landið, þar með talið í Eyjafirði.

Hún grefur sig ofan í botnsetið en sendir stuttan rana upp á yfirborðið. Í gegnum ranann síar hún örlitlar lífverur úr sjónum. Kúfskeljar lifa oft mjög þétta saman eða allt að 88 skeljar á fermetra.

Kúfskelin er mjög algeng allt í kringum Ísland á 0 til 100 metra dýpi. Áætlað hefur verið að heildastofninn við Ísland sé rúmlega 1 milljón tonn.

Þó að kúfskelin virðist ekki sérlega merkileg við fyrstu sýn þá á Íslensk kúfskel heimsmet. Hún er hvorki meira né minna en langlífasta dýr jarðarinnar. Hún getur orðið meira en 400 ára gömul og þýðir það að elstu núlifandi kúfskeljarnar hafa „komið undir“ rétt eftir siðaskiptin á Íslandi. Þær hafa síðan lifað af Tyrkjaránið, galdrabrennur og móðuharðindin.

Elsta þekkta eintakið af kúfskel fannst reyndar ekki í Eyjafirði heldur talsvert fyrir utan Fjörðinn og voru það breskir vísindamenn sem áttu heiðurinn af því.

Meira um kúfskel: Fisheries.is – Ocean quahog

HV

lindyr 9 20111115 2099230023 Kúfskeljar í hrönnum ofan á botninum eftir fárviðri, myndin er tekin í Þistilfirði (mynd Erlendur Bogason) Kúfskeljar í hrönnum ofan á botninum eftir fárviðri, myndin er tekin í Þistilfirði (mynd Erlendur Bogason)

kufskel02 1 20111123 1865056590 Væn kúfskel (mynd Tryggvi Sveinsson) Væn kúfskel (mynd Tryggvi Sveinsson)

 


Sjávarútvegsmiðstöðin | Háskólinn á Akureyri | Borgum v./Norðurslóð | IS 600 Akureyri | Sími: +354 460 8900 | fax +354 460 8919 | Tölvupóstur: hreidar(hjá)unak.is

Hönnun / Forritun / Hýsing - ArcticPortal