Sea background
Aðrir hryggleysingjar

Brúnþörungarnir eru stærstir og mest áberandi af öllum botnþörungum og eru þari og þang sem við finnum í fjöru og á grunnsævi yfirleitt að mestum hluta brúnþörungar.

Brúnþörungar eru nánast eingöngu í sjó og geta þeir verið flóknir í byggingu miðað við aðra þörungana. Þeir eru með blöð af ýmsum stærðum og gerðum, blöðin festast á stilk og getur stilkurinn verið greinóttur. Neðan á stilkinum er þöngulhausinn sem líkist mjög rót háplantna. Eina hlutverk hans er þó að halda þörungnum föstum við botninn. Stundum eru loftfylltar blöðrur á blöðum eða stilk. Hlutverk þeirra eru að halda þörunginum uppréttum í sjónum.

Stórir brúnþörungar mynda svo þaraskóga neðansjávar sem að mörgu leiti svipar til skóga á landi. Líkt og í hefðbundnum skógum þrífast fjölmargar smærri þörungategundir og dýr innan um stórvaxinn þarann eða á þarastöngum og blöðum.

Stærsta þarategund í heimi er risaþarinn (Macrocystis pyrifera) sem finnst eingöngu í Kyrrahafi, hann getur orðið allt að 100 m hár og vaxið 50 cm á dag. Þetta mun vera heimset í vexti.

Ráðandi brúnþörungategundir í fjöru í Norður Atlantshafi eru klóþang (Ascophyllum nodosum) og ýmsar tegundir af ættkvíslinni Fucus. Neðan fjörumark þar sem botn er harður, í þaraskógunum eru stórvaxnar tegundir af ættkvíslinni Laminaria ráðandi. Helsti munurinn á þeim og fjöruþangi er stór og sver stilkurinn á Laminari a tegundunum.

HV

adrid2 Beitukóngur, eplamöttull og líklega brauðsvampur (Halichondria panicea) neðst til vinstri. (Mynd: Erlendur Bogason) Beitukóngur, eplamöttull og líklega brauðsvampur (Halichondria panicea) neðst til vinstri. (Mynd: Erlendur Bogason)

adrid1 Mosadýr á þarastöngli. (Mynd: Erlendur Bogason) Mosadýr á þarastöngli. (Mynd: Erlendur Bogason)

 


Sjávarútvegsmiðstöðin | Háskólinn á Akureyri | Borgum v./Norðurslóð | IS 600 Akureyri | Sími: +354 460 8900 | fax +354 460 8919 | Tölvupóstur: hreidar(hjá)unak.is

Hönnun / Forritun / Hýsing - ArcticPortal